Pöntun er afgreidd þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Hægt er að velja að sækja pöntun eða fá sent. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti eða Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts og Dropp um afhendingu vörunnar. Tungl dagbók ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Tungl dagbók til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Afhendingartími innanlands er að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Varan er send beint heim upp að dyrum til kaupanda, á næsta pósthús ef heimkeyrsla er ekki í boði í viðkomandi bæjarfélagi, póstbox eða afhendingarstaði Dropp. Íslandspóstur sendir kaupanda sms áður en sendingin er keyrð út. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu.
11 eða 24% VSK er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með VSK. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Tungl dagbók sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram. Enginn sendingarkostnaður er fyrir pantanir sem fara yfir 15.000 krónur.
Tungl dagbók sendir um allt land.
Stefna okkar er að geyma og vinna með eins lítið af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að geta veitt þá þjónustu sem félaginu ber að veita viðskiptavinum.
Við ábyrgjumst að nýta okkur ekki upplýsingar um viðskiptavini á óábyrgan, óöruggan eða ólöglegan hátt.
Allar upplýsingar sem viðskiptavinir Tungl dagbókar ehf láta félaginu í té eða sem Tungl dagbók sækir með þeirra leyfi til þriðja aðila eru eingöngu sóttar í þeim tilgangi að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Ekki er hægt að skila eða skipta vöru án kvittunar. Gefin er inneignarnóta ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á tungldagbok@gmail.com ef spurningar vakna.
Tungl dagbók ehf áskilur sér allan höfundarétt sem til kemur vegna þeirra vara sem við framleiðum og seljum.
Hafir þú spurningar eða athugasemdir getur þú sent okkur tölvupóst á tungldagbok@gmail.com eða hringt í síma 693-7374.