Tengstu þér í gegnum tunglið í ár.
Tungl dagbókin hjálpar þér að tengjast tunglinu, náttúrinni og þér á dýpri hátt.
Í ár fæst bókin í sama lit og tunglið, í fallegum kremuðum lit.
Bókin er úr vegan leðri með gull þrykkingu sem glampar á, þunn létt og opnast alveg og liggur flöt opin.
Bókin inniheldur fróðleik um tunglið og stjörnuspeki, ræktun og tínslu jurta í takti með tunglinu og fróðleik um tíðahringinn.
Skipulags hluti dagbókarinnar er með viku á opnu, sér opnu fyrir hvern mánuð og skipulags opnu í byrjun hvers mánaðar. Eins er ein síða til að skrifa á fyrir hvert fullt og nýtt tungl. Á hverjum degi sjáum við stöðu tunglsins og helstu afstöður himintunglanna og getum þannig fylgst með gangi þeirra.
Það er texti frá Ingeborg Andersen grasalækni um hvaða jurtir er hægt að týna hér á Íslandi, flokkað eftir mánuðum.
Eins upplýsingarnar um hvaða jurtir er hægt að rækta hér á landi og hvaða ilmkjarnaolíur er hægt að nota til að styðja við tíðahringinn.
Þetta er bók sem hjálpar okkur að tengjast takti náttúrunnar, taka eftir tunglinu og stjörnunum og á sama tíma er hún mjög praktísk og hönnuð til að hjálpa fólki við að halda utan um skipulagið sitt.
Hún er fullkomin bæði fyrir fólk í vinnu, skólafólk, sjálfstæða atvinnurekendur og einfaldlega alla sem vilja skipuleggja líf sitt betur.
Hér eru nokkrar umsagnir um Tungl dagbókina frá því í fyrra:
„Svo vönduð og falleg dagbók, mjög mikill fróðleikur í þessari dagbók og heldur manni vel í að fylgjast með sinni líðan og tíðahring
Alveg ómissandi, mun klárlega kaupa aftur á næsta ári ” Freyja B.
„Æðisleg dagbok! Svo gaman að geta flett upp öllum fróðleiknum um gang himintunglanna og hvetjandi að geta skrifað niður og sett sér ásetning. Elska tungldagbokina mína ” Elsa María
„Æðisleg dagbók! Full af lífsfróðleik og mikið pláss fyrir skrif. Elska líka habit trackerinn. Svo er hún líka svo fallega hönnuð. Takk fyrir mig!” Sæunn K.
„Svo falleg og upplýsandi!” Ragnheiður Harpa
„Þessi bók er ótrúlega falleg og vönduð. Hún inniheldur dýrmætar upplýsingar sem að við gerum nýtt okkur til að beisla orkuna í kring um okkur og öðlast dýpri skilning á okkur sjálfum.” Iðunn
Frí heimsending á Íslandi ef þú kaupir 3 eða fleiri bækur.
Reviews
There are no reviews yet.